Miðvikudaginn 19. mars býðst unglingum (8.-10. bekkur) að koma á Miðstöðina og taka áhugasviðspróf hjá námsráðgjafa okkar.
Í vikunni á eftir, miðvikudaginn,26. mars kl. 14-16, hefst svo hið eiginlega námskeið. Námskeiðið verður vikulega á miðvikudögum og verða þetta alls 6 skipti.
Námskeiðið byggist á því að unglingarnir kanni áhugasvið sitt og máti sig inn í nám og vinnu sem gæti hentað þeim. Námskeiðið fer fram með umræðum og heimsókn á hina ýmsu vinnustaði.
Bryndís Sveinsdóttir sálfræðingur og Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi, munu halda utan um námskeiðið.
Skráning á námskeiðið er á netfangið: bryndis@midstod.is
Við hvetjum þig til að mæta og taka þátt í skemmtilegu námskeiði.