Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga í samstarfi við Augndeild Landspítala Háskólasjúkrahús boðar til fræðslufundar um aldurstengda augnbotnahrörnun (AMD).

Fundurinn fer fram mánudaginn 19. maí kl. 16-18 í Hvammi á Grand Hótel. Markmið fundarins er að fræða notendur, fagfólk og aðstandendur um aldurstengda augnbotnahrörnun, meðferðir og þau hjálpartæki sem geta nýst.

Aldurstengd augnbotnahrörnun er algengasta orsök sjónskerðingar hjá fólki yfir sextugu og er einstaklingum með AMD sérstaklega bent á að sækja fundinn.

Fundurinn er öllum opin og þátttaka  ókeypis.

Frekari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Miðstöðvarinnar www.midstod.is, með því að senda tölvupóst á midstod@midstod.is eða hringja í síma 545 5800.