Þann 24. apríl kl. 16. verður ókeypis sýning með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta á myndinni Lech Walesa. Maður vonar í tilefni af opnun Pólskra kvikmyndadaga í Reykjavík.
Kvikmyndin er sýnd með enskum texta. Heyrnartól fyrir sjónlýsingu og samtöl á íslensku eru aðgengileg fyrir blinda og sjónskerta og alla sem hafa áhuga á að kynna sér þessa framúrstefnulegu aðferð. Eftir sýningu myndarinnar verður móttaka, þar sem bornar verða fram léttar veitingar.
Pantanir fyrir blinda og sjónskerta fyrir 22. apríl 2014. Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, s: 525 0000 tölvupóstfang: blind@blind.is.
Ókeypis boðsmiðar eftir 22. apríl 2014. Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík.
Andrzej Wajda, er pólskur leikstjóri sem hlotið hefur Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistar. Kvikmynd hans sýnir einstök umskipti óbreytts verkamanns, sem upptekinn er af hversdagslífinu, í kraftmikinn leiðtoga andspyrnuhreyfingarinnar í Póllandi undir stjórn kommúnista. Lech Wałęsa, umdeildur maður og breyskur, verkalýðsleiðtogi og stjórnmálamaður, náði að vekja til lífsins draum um frelsi sem kraumaði í hjörtum milljóna Pólverja, varð driffjöður í þeim breytingum sem áttu eftir að ná lengra en fólk leyfði sér að vona. „Lech Walesa. Maður vonar” er ævisaga pólsks forseta og Nóbelsverðlaunahafa, sem talinn er meðal 100 mikilvægustu manna 20. aldarinnar.„Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu” er samstarfsverkefni á sviði lista milli tveggja landa sem hefur grundvallarmarkmið sjónlýsinga að leiðarljósi. Á árunum 2013-2016 verða sýndar í Wrocław, Reykjavík og Hafnarfirði pólskar og íslenskar kvikmyndir og leikrit og haldnar listasýningar með því markmiði að kynna menningararfleifð beggja landanna. Einnig munu fara fram námskeið, samkomur og ráðstefnur sem miðla munu upplýsingum um hvernig hægt er að auðvelda fötluðum aðgengi að menningu.
Verkefnið hlaut EES styrk með framlagi frá aðildarlöndunum: Íslandi, Lichtenstein og Noregi, auk viðbótarstyrks frá pólska ríkinu.
Leikstjórn: Andrzej Wajda / Pólland / 2013 / 127 mín.