Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga býður notendum sínum upp á að fá stöðumat vegna ADL færni. Iðjuþjálfi mun hitta einstaklinginn og láta hann framkvæma létt verk í eldhúsi auk smá athugunar á eigin umsjá. Í framhaldi af því er farið yfir möguleika á úrræðum ef þörf er á.
Ef áhugi er fyrir ofangreindri þjónustu má hafa samband við Kristjönu iðjuþjálfa á netfangið kristjana@midstod.is.