27. júní er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Þann dag fæddist Helen Keller árið 1880. Félagsmenn í Fjólu halda sérstaklega upp á daginn og bjóða alla velkomna til að taka þátt.

Dagskráin hefst klukkan 13:00 með hjálpartækjasýningu þar sem við fáum að sjá það nýjasta sem í boði er.

Klukkan 15:00 verða fluttir áhugaverðir fyrirlestrar um þjónustu sem fólki með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu stendur til boða hjá ríki og sveitarfélögum.

Dagskráin fer fram í Hamrahlíð 17, 2. hæð og vonumst við til þess að sjá sem flesta.

Eftir dagskrána verða bornar fram kaffiveitingar.

Fyrirlestrar eru rit- og raddtúlkaðir

Kær kveðja

Fjóla, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu