Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga hélt í samstarfi við Augndeild Landspítala Háskólasjúkrahúss fræðslufund um aldurstengda augnbotnahrörnun (AMD).

Fundurinn fór fram mánudaginn 19. maí í Hvammi á Grand Hótel. Markmið fundarins var að fræða notendur, fagfólk og aðstandendur um aldurstengda augnbotnahrörnun, meðferðir og þau hjálpartæki sem geta nýst.

Aldurstengd augnbotnahrörnun er algengasta orsök sjónskerðingar hjá fólki yfir sextugu og er einstaklingum með AMD sérstaklega bent á að sækja fundinn. 

Dagskrá fundarins:

  • Umfjöllun um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð.  Sigríður Másdóttir augnlæknir  – augnlæknir, yfirlæknir Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. (úthenda (pptx)) (hljóðskrá (mp3))
  • Aldurstengd augnbotnahrörnun – yfirlit. Sigríður Þórisdóttir augnlæknir – Landspítala Háskólasjúkrahúsi. (úthenda (pptx)) (hljóðskrá (mp3))
  • Meðferð við aldurstengdri augnbotnahrörnun og eftirfylgni. Óskar Jónsson augnlæknir – Landspítala Háskólasjúkrahúsi. (úthenda (pptx)) (hljóðskrá (mp3))
  • Einkenni aldurstengdrar augnbotnahrörnunar og sjónhjálpartæki. Estella Björnsson sjónfræðingur – Þjónustu – og þekkingarmiðstöð. (úthenda (pptx)) (hljóðskrá (mp3))
  • Ráðgjöf og hjálpartæki í daglegu lífi.  Vala Jóna Garðarsdóttir ráðgjafi – Þjónustu- og þekkingarmiðstöð. (úthenda (pptx)) (hljóðskrá (mp3))