Í tilefni þessara merku tímamóta mun Blindrafélagið efna til viðamikillar dagskrár á afmælisdaginn.

8:30 Morgunverðarfundur að Hamrahlíð 17 þar sem fjallað verður um hreyfiþroska bindra og sjónskertra barna.

10:00 Blómsveigur lagður á leiði fyrsta formanns Blindrafélagsins, Benedikts K. Benónýssonar  í Fossvogskirkjugarði, en hann var formaður í 20 ára, lengur en nokkur annar.

11:00 Markboltamót í Framheimilinu þar sem félagar í Blindrafélaginu keppa við úrvalslið Pepsideilda karla, valið af Heimi Hallgrímssyni og lið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

14:00 Stofnun Suðurnesjadeildar Blindrafélagsins á Icelandair hótelinuí Keflavík að Hafnargötu 56

16:30 Afmælisfagnaður á Hilton Reykjavík Nordica, húsið opnar kl 16:00.

20:00 Tónleikar á Hilton Nordica Reykjavík. Félagshljómsveitin Visionaries flytur tónlist eftir blinda og sjónskerta tónlistarmenn

Hápunktur dagskrárinnar verður afmælisfagnaðurinn á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá hefst kl. 16:30 og stendur til kl. 18:00. Húsið mun hinsvegar opna kl 16:00 og mun verða sýning á ýmsum búnaði sem blindir og sjónskertir nýta sér sem og á vörum frá Blindravinnustofunni.

Sérstakir heiðursgestir samkomunnar verða borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, og frú Vigdís Finnbogadóttir, sem mun veita Gulllampa Blindrafélagsins viðtöku.

Samfélagslampi Blindrafélagsins verður afhentur Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni fyrir blinda sjónskerta og daugfblinda einstaklinga (ÞÞM), fyrir framúrskarandi árangur á síðustu árum við að skapa blindum og sjónskertum einstaklingum aukna möguleika til sjálfstæðis.

Þá verður undirrituð sameiginleg viljayfirlýsing Blindrafélagsins, Blindravinafélags Íslands, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og ÞÞM, um að koma á fót námi við Menntavísindasvið HÍ fyrir fagfólk sem starfar með blindum og sjónskertum einstaklingum.

Sýndur verður partur af fræðslumynd sem Blindrafélagið er að láta framleiða og heitir „Lifað með blindu og alvarlegri sjónskerðingu.“

Ungir tónlistarmenn úr Blindrafélaginu munu svo flytja tónlist á milli dagskráraratriða.

Um kvöldið, eða frá kl. 20:00 – 22:00, býður Blindrafélagið svo til tónleika á Hilton Reykjavík. Þá mun hljómsveitin Visionaries, sem er skipuð félögum í Blindrafélaginu, stíga á stokk og flytja tónlist eftir blinda og sjónskerta tónlistarmenn, bæði innlenda og erlenda.

Á meðan að húsrúm leyfir þá er félögum og velunnurum Blindrafélagsins boðið til afmælisfagnaðarins og tónleikanna um kvöldið.