Aðlögun að sjónmissi – Jafningjafræðsla
Námskeiðið „Aðlögun að sjónmissi“ hefst aftur fyrir notendur Miðstöðvarinnar í september. Hér gefst fólki tækifæri til að koma saman, heyra frá og miðla reynslu sinni til annarra sem eru að aðlagast sjónmissi. Þá verður rætt hvaða þjónusta er í boði fyrir blint og sjónskert fólk hér á landi en námskeiðið fer fram í húsnæði Miðstöðvarinnar.
- Notendur á aldrinum 30 til 60 ára hittast á þriðjudögum kl. 14 – 16. Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 16. september.
- Notendur 60 ára og eldri hittast á miðvikudögum kl. 14 – 16. Fyrsti tíminn er miðvikudaginn 17. september.
Bryndís Sveinsdóttir sálfræðingur og Halldór Sævar Guðbergsson, starfs- og virkniráðgjafi, halda utan um námskeiðið.
Hámarksfjöldi þátttakenda er átta manns og er ekkert þátttökugjald.
Skráning fer fram í afgreiðslu Miðstöðvar og lýkur henni fimmtudaginn 11. september.
Bryndís og Halldór veita nánari upplýsingar í síma 545 5800 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin halldor@midstod.is og bryndis@midstod.is.
Líkamsþjálfun
Líkt og undanfarin misseri stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun og er í samstarfi við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
Í þjálfuninni er leitast við að bæta líkamlegan styrk og auka úthald þátttakenda.Þátttakendur fylgja áætlun sem sniðin er að þörfum hvers og eins.
Í þjálfuninni er miðað að því að:
- bæta grunnþol.
- auka styrk.
- auka liðleika.
- bæta jafnvægi.
- bæta líkamsstöðu og líkamsbeitingu.
- kenna spennulosun.
Þeir sem koma í fyrsta sinn þurfa að mæta í skoðunar- og viðtalstíma áður en þjálfun hefst. Þeir sem hafa verið áður hjá Afli geta hafið þjálfun án viðtalstíma. Námskeiðin standa yfir í 12 vikur.
Tímasetning:
Hópur 1: 15.september – 10. desember, mánudagar og miðvikudagar kl. 11:15 – 12:15.
Hópur 2: 16. september – 12. desember, þriðjudagar og föstudagar kl. 8:15 – 9:15.
Sjúkraþjálfari: Ásdís Árnadóttir.
Staðsetning: Afl sjúkraþjálfun, Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin).
Hámarksfjöldi í hvern hóp er 5.
Lágmarksaldur: 18 ára.
Námskeiðsgjald: Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta af gjaldi hvers þátttakanda, en þátttakendur greiða sjálfir 12.000 fyrir námskeiðið sem er 24 æfingatímar (hægt er að skipta greiðslum í 2-3 hluta). Nýir þátttakendur greiða að auki fyrir einn skoðunartíma.
Skráning er til 5. september.
Skráning fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun í síma 511 4111 eða afl@aflid.is.