Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga mun halda ráðstefnu um atvinnumál blindra og sjónskertra á Íslandi, föstudaginn 14. nóvember. Ráðstefnan hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 17:00. Farið verður yfir niðurstöður samantektar Miðstöðvarinnar um atvinnustöðu blindra og sjónskertra og hvaða þjónustuúrræði eru í boði fyrir blinda og sjónskerta í atvinnuleit. Þá munu blindir og sjónskertir einstaklingar á vinnumarkaði segja frá reynslu sinni auk atvinnurekenda. Hádegisverður í boði Miðstöðvarinnar.

Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram hjá Miðstöð í síma 545 5800 eða á

midstod@midstod.is til og með 12. nóvember. Við skráningu þarf að koma fram nafn, netfang, símanúmer, vinnustaður og hvort viðkomandi  þiggur  hádegisverð. Ef óskað er eftir táknmálstúlkun þarf það einnig að koma fram við skráningu.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn í síma 545 5800 og á netfanginu

steinunn@midstod.is

Dagskrá