Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga mun úthluta þremur leiðsöguhundum í vetur. Leiðsöguhundar aðstoða blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt og er leiðsöguhundur skilgreindur sem hjálpartæki.

Umsókn um leiðsöguhund skal berast til Miðstöðvarinnar fyrir 30. október 2014.

Umsóknir skulu merktar Miðstöðinni, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík eða sendar með tölvupósti á thorbjorg@midstod.is

Nánari upplýsingar um umsóknarferli

Umsóknareyðublað

Læknisvottorð vegna umsóknar á leiðsöguhundi

Hægt er að fá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á skrifstofu Miðstöðvarinnar í Hamrahlíð 17, sími 545-5800.

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, hefur verið styrktaraðili leiðsöguhundaverkefnisins frá upphafi.