Fjölmenni mætti á ráðstefnu Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar um atvinnumál blindra og sjónskertra sem haldin var á föstudaginn 14 nóvember í Hamrahlíð 17. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, opnaði ráðstefnuna og Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu og virkniráðgjafi flutti erindi um atvinnu- og virknimál blindra og sjónskertra.

Kynntar voru niðurstöður nýlegrar úttektar Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar um atvinnumál blindra og sjónskertra auk þess sem blindir og sjónskertir einstaklingar sögðu frá reynslu sinni af vinnumarkaði. Meðal þeirra var Hlynur Þór Agnarsson, starfsmaður Vodafone, en hlekkur á viðtal sem birtist við hann í Fréttablaðinu í tilefni ráðstefnunnar, er hér á síðunni.  Þá fluttu atvinnurekendur erindi þar sem þeir sögðu frá reynslu sinni af því að hafa blinda og sjónskerta einstaklinga í vinnu.

Fulltrúar frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, Vinnumálastofnun og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar kynntu að lokum þjónustu stofnananna við fólk með skerta starfsgetu.

Umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnumál blindra og sjónskertra

Hljóðupptökur frá ráðstefnunni.

Hér má sjá stutt myndbönd sem segja frá jákvæðri reynslu sjö blinda eða sjónskerta einstaklinga af atvinnulífinu í Kanada. Þar segja þeir meðal annars frá menntun sinni, vinnuaðstöðu, hvernig þau hafa náð að yfirstíga hindranir í starfi. Einnig er rætt við vinnuveitendur þeirra.  Reynslusögur fólks á vinnumarkaði frá Kanada