Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga auglýsir jóganámskeið í samstarfi við Blindrafélagið.
Námskeiðið er ætlað blindum og sjónskertum einstaklingum.
Með jóga er leitast við að hjálpa einstaklingum að öðlast betri vitund um eigin líkama með líkamsæfingum, öndunaræfingum og slökun og koma þannig á betra jafnvægi líkama og sálar.
Kennari er Rut Rebekka Sigurjónsdóttir jógakennari, myndlistamaður og hjúkrunarfræðingur. Rut Rebekka lærði jóga í Ameríku og hefur stundað sína endurmenntun þar. Hún hefur haldið fjölmörg námskeið og býður einnig upp á einkameðferðir.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði Gigtarfélagsins Ármúla 5, 2. hæð (innri sal). Þar eru búningsklefar, sturtur og gufubað sem þátttakendur hafa aðgang að svo og tækjasalur sem hægt er að nýta fyrir eða eftir tímana.
Námskeiðið hefst 22. janúar og stendur til 24. mars. Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15:20-16:20, alls 18 skipti.
Fjöldi þátttakenda miðast við 8 manns og kostar 9.000 kr.
Skráning fer fram hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í síma 545-5800 og stendur til 15. janúar 2015.