Líkt og undanfarin misseri stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun og er í samstarfi við Þjónustu- og þekkingamiðstöð.
Þjálfunin er ætluð sjónskertum og blindum einstaklingum sem vilja bæta líkamlegan styrk og auka úthald.
Hver þátttakandi fylgir prógrammi sem sniðið er að hans/hennar þörfum og miðast þjálfunin að því að bæta:
- grunnþol
- styrk
- liðleika
- jafnvægi
- líkamsstöðu og líkamsbeitingu
- spennulosun
Sé fólk að koma í fyrsta sinn kemur það í skoðunar- og viðtalstíma áður en þjálfun hefst. Þeir sem hafa verið áður geta hafið þjálfun án viðtalstíma.
Tímasetning:
Hópur 1: 13. janúar – 15.maí, þriðjudagar og föstudagar kl. 8:00 – 9:00.
Hópur 2: 20. janúar – 15. maí, þriðjudagar og föstudagar kl. 9:00 – 10:00.
Sjúkraþjálfari er Ásdís Árnadóttir.
Námskeiðið fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun, Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin).
Hámarksfjöldi í hvorn hóp er 5.
Lágmarksaldur er 18 ára.
Námskeiðsgjald: Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta af gjaldi hvers þátttakanda, restina greiða þátttakendur sjálfir. Upplýsingar um greiðslu einstaklinga má fá í gegnum tölvupóst afl@aflid.is eða í síma 511-4111.
Skráning fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun í síma 511-4111 eða afl@aflid.is.