Vinnusmiðja í þreifibókagerð verður haldin á Miðstöðinni í febrúar.
Fyrir hverja: Starfsfólk skóla og annarra stofnana sem koma að þjónustu og kennslu blindra og sjónskertra nemenda.
Kynning á hugmyndum og aðferðum í þreifibókagerð fyrir blinda og sjónskerta nemendur.
Yfirfærsla frá raunverulegum hlut í þreifimynd.
Í vinnusmiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að útbúa þreifibók og tækifæri til að skiptast á hugmyndum og reynslu.
Tími: 11. febrúar 2015 kl. 13:00 – 16:00
Staður: Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Hamrahlíð 17 Reykjavík
Leiðbeinendur: Rannveig Traustadóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Elín Marta Ásgeirsdóttir
Þátttaka tilkynnist til Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar í síma 545-5800 eða á netfangið rannveig@midstod.is fyrir 1. febrúar 2015.
Ekkert þátttökugjald.