Þriðjudaginn 7. apríl hefst námskeiðið Aðlögun að sjónmissi fyrir notendur Miðstöðvarinnar. Hér gefst fólki 50 ára og eldra tækifæri til að koma saman, heyra frá og miðla reynslu sinni til annarra  sem eru að aðlagast sjónmissi og fræðast um hvaða þjónusta er í boði fyrir blint og sjónskert fólk hér á landi. Gert er ráð fyrir að hópurinn hittist á þriðjudögum kl 14.00 til kl 16.00 í húsnæði Miðstöðvarinnar á fimmtu hæð í Hamrahlíð 17, alls fimm sinnum.  Bryndís Sveinsdóttir sálfræðingur og Halldór Sævar Guðbergsson starfs- og endurhæfingarráðgjafi halda utan um námskeiðið. Hámarksfjöldi þátttakenda er átta manns og er ekkert þátttökugjald. Skráning fer fram í afgreiðslu Miðstöðvarinnar og lýkur henni föstudaginn 3. apríl. Bryndís og Halldór veita nánari upplýsingar í síma 545 5800 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin halldor@midstod.is og bryndis@midstod.is.