Ljósmyndasamkeppnin Blindir sjá var formlega sett af stað á dögunum en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ýtti henni úr vör. Athöfnin fór fram í samkomusal Blindrafélagsins í Hamrahlíð en JCI á Íslandi, Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð standa að keppninni.
Auk Ólafs voru viðstödd athöfnina, Bergvin Oddson, formaður Blindrafélagsins, Elizes Low, verkefnisstjóri Blindir sjá og varaheimsforseti JCI, Jonathan Borg.
Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að blindum sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri í öllum þáttum samfélagsins.
Ljósmyndasamkeppnin Blindir sjá er ætluð þeim sem eru löglega blindir eða sjónskertir. Skráning í keppnina fer fram á www.jci.is/blindirsja.
Á menningarnótt verður haldin ljósmyndasýning með bestu ljósmyndunum í samkeppninni. Verðlaunaafhending mun fara fram í október næstkomandi, á 100 ára afmælishátíð JCI.