Leiðsöguhundurinn Bono og félagi hans Halldór Sævar Guðbergsson, fagstjóri atvinnualdursteymis Miðstöðvarinnar, komu fram í fréttaþættinum Að Norðan á sjónvarpsstöðinni N4 á dögunum. Í fréttinni er fjallað um afhendingu Bono til Halldórs sem fram fór í febrúar og hvaða þýðingu Bono muni hafa fyrir daglegt líf Halldórs. Þá er í þættinum einnig rætt um Miðstöðina og hina margvíslegu þjónustu sem þar er veitt.

Atvinnumálin rædd á RÚV

Þá kom Halldór einnig fram í þættinum Sirrý á Sunnudagsmorgni á RÚV um helgina en þar ræddi Halldór, sem ásamt því að starfa á Miðstöðinni er varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu, ásamt Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar.   

Þáttinn Að Norðan á N4 má sjá hér.   

Þáttinn Sirrý á sunnudagsmorgni má sjá hér.