Á annan tug sjónfræðinga úr félagi íslenskra sjóntækjafræðinga mættu á fræðslufyrirlestur hér á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð á dögunum þar sem Sigríður Másdóttir yfirlæknir Miðstöðvarinnar og Estella D. Björnsson og Kristín Gunnarsdóttir, sjónfræðingar Miðstöðvarinnar, ræddu um ýmis málefni er varða sjón og augnsjúkdóma. Meðal þess sem fjallað var um var heilatengd sjónskerðing hjá börnum, skýmyndun á auga, sjúkdómurinn Retinitis Pigmentosa, augnbotnahrörnun. Einnig var kynning á Miðstöðinni og þjónustu hennar auk þess sem farið var yfir helstu nýjungar og framtíðarsýn í meðferð við hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu.