Hljóðbókasafn Íslands hefur opnað nýja heimasíðu. Helstu nýjungar á
síðunni eru auknir leitarmöguleikar og nú er hægt að hlusta á bækur í
streymi beint af síðunni, hlusta á hljóðdæmi og fleira. Síðan er
skalanleg og því hægt að nota hana í símum og spjaldtölvum og hlusta á
bækur í þessum tækjum. Jafnframt var opnað fyrir HBS appið, fyrir
Android síma, en það gjörbyltir aðgengi lánþega að síðunni, og má segja
að lánþegar geti nú gengið með bókasafnið í vasanum og hlustað hvenær
sem þeim hentar. Síðan hefur verið í smíðum um talsverðan tíma og mikil
vinna hefur verið lögð í að gera hana eins aðgengilega og kostur er.  

Hér er hlekkur á nýja heimasíðu Hljóðbókasafnsins.