Leiðsöguhundar Miðstöðvarinnar hafa verið mikið í fréttunum undanfarna daga og þá einkum í sambandi við Landssöfnun Lions á Íslandi, Rauðu fjöðrina sem var til styrktar leiðsöguhundum að þessu sinni. Fjölmiðlar birtu fjölmörg viðtöl um hundana bæði við notendur hjá Miðstöðinni sem eru með leiðsöguhunda, fulltrúa Blindrafélagsins og Lions og við nokkra starfsmenn Miðstöðvar.

 

Í Fréttatímanum var umfjöllun um leiðsöguhundinn Bono og viðtal við Halldór Sævar Guðbergsson, fagstjóra atvinnualdursteymis hjá Miðstöðinni, þar sem hann sagði frá breytingunni sem fylgdi því að fá Bono til sín í vetur. Þá sagði Helgi Hjörvar alþingismaður frá leiðsöguhundinum sínum X í viðtali í Fréttablaðinu.

Huld Magnúsdóttir, forstjóri Miðstöðvar, kom fram í Kastljósi þar sem hún sagði frá aðkomu Miðstöðvar að leiðsöguhundaverkefninu en þar var einnig spilað eftirminnilegt lag Mána Svavarssonar, Rauða fjöðrin, nokkurs konar einkennislag söfnunarinnar á níunda áratugnum. Drífa Gestsdóttir, hundaþjálfari Miðstöðvar, var í viðtali í þættinum Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 auk þess sem Bergvin Oddson, formaður Blindrafélagsins og Einar Þórðarson, fjölumdæmisstjóri Lions, komu fram í Bítinu á Bylgjunni og fjölluðu um þörfina fyrir leiðsöguhunda. Halldór Sævar og Bergvin komu einnig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

 

Hér fyrir neðan má finna tengla á umfjöllun fjölmiðla um leiðsöguhundana:

Kvöldfréttir Stöðvar 2 og sama frétt á Vísi.is

Samfélagið í nærmynd á Rás 1

Fréttablaðið

Fréttatíminn

Bítið á Bylgjunni