Þjónustu- og þekkingarmiðstöð mun í ágúst bjóða upp á námskeið fyrir fagfólk sem kemur að kennslu nemenda sem lesa punktaletur.

Tími: 25. ágúst (fyrri hluti) og 27. ágúst (seinni hluti) kl. 14:00 – 16:00 báða dagana.

Staður: Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík

Leiðbeinendur: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Ágústa Eir Gunnarsdóttir.

Fyrir hverja: Starfsfólk skóla sem kemur að kennslu nemenda sem lesa punktaletur.

Innihald: Á námskeiðinu verða grunnatriði punktaleturs kynnt. Þátttakendur fá tækifæri til að lesa og skrifa punktaletur sem og að kynnast hjálpartækjum sem styðja við punktaleturslestur í skólum.

Þátttaka tilkynnist til Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar í síma 545-5800 eða á netfangið halldora@midstod.is  fyrir 10. ágúst 2015.

Ekkert þátttökugjald.