Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda
einstaklinga mun úthluta leiðsöguhundi í sumar. Leiðsöguhundar aðstoða
blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar sinnar á öruggan
og sjálfstæðan hátt og er leiðsöguhundur skilgreindur sem hjálpartæki.

Finna má nánari upplýsingar um umsóknarferli og umsóknareyðublöð á
heimasíðu Miðstöðvarinnar www.midstod.is og á skrifstofu Miðstöðvarinnar
í Hamrahlíð 17.

Umsókn um leiðsöguhund skal berast til Miðstöðvarinnar fyrir 25. maí 2015.

Umsóknir skulu merktar Miðstöðinni, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík eða sendar með tölvupósti á thorbjorg@midstod.is

Umsókn um leiðsöguhund

Læknisvottorð

Nánar um umsóknarferli

Kynning á leiðsöguhundum og úthlutunarferlinu

Einnig er vakin athygli á því að 18. maí 2015 kl. 16:00 verður haldin
kynning á leiðsöguhundum og úthlutunarferlinu. Kynningin mun fara fram
hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda
einstaklinga í Hamrahlíð 17.

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, hefur verið styrktaraðili leiðsöguhundaverkefnisins frá upphafi.