Þjónustu- og þekkingarmiðstöð hefur fengið til liðs við sig dr. Roxönu Elenu Cziker, sérfræðing í sjónmati og greiningu sjónskerðingar hjá börnum. Roxana er með doktorspróf í taugavísindum frá sálfræðideild læknaháskólans í Cluj-Napoka í Rúmeníu, en verkefni hennar fjallaði um áhrif taugaskaða í heila á sjón hjá börnum.  Roxana hefur starfað sem sérfræðingur í greiningu og þjálfun barna með sjónskerðingu og viðbótarfatlanir. Hún hefur margra ára reynslu af kennslu barna með sjónskerðingu fötlun en frá árinu 2012 hefur hún verið skólastjóri í skóla fyrir blind og sjónskert börn í borginni Cluj-Napoka í Rúmeníu. Hún hefur tekið þátt í ýmsum Evrópuverkefnum  meðal annars verkefnum sem Miðstöðin hefur komið að. Roxana hefur störf í ágúst.