Fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um leiðsöguhunda í tengslum við afhendingu leiðsöguhundanna Zören og Oliver til Svanhildar Önnu Sveinsdóttur og Lilju Sveinsdóttur í vikunni. Stöð 2 var með fréttainnslag í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma sínum þar sem rætt var við þær Svanhildi og Önnu og fréttaþátturinn Ísland í dag mun sýna þátt um efnið í kvöld, föstudagskvöld. Á baksíðu Morgunblaðsins birtist á þriðjudag mynd af þeim Lilju Sveinsdóttur, leiðsöguhundinum hennar Oliver og Drífu Gestsdóttur, hundaþjálfara Miðstöðvarinnar, og viðtal við þær Lilju og Drífu. Þá birti mbl.is einnig ítarlega frétt um hundana.