Fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um leiðsöguhunda í tengslum við afhendingu leiðsöguhundanna Zören og Oliver til Svanhildar Önnu Sveinsdóttur og Lilju Sveinsdóttur í vikunni. Stöð 2 var með fréttainnslag í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma sínum þar sem rætt var við þær Svanhildi og Önnu og fréttaþátturinn Ísland í dag mun sýna þátt um efnið í kvöld, föstudagskvöld. Á baksíðu Morgunblaðsins birtist á þriðjudag mynd af þeim Lilju Sveinsdóttur, leiðsöguhundinum hennar Oliver og Drífu Gestsdóttur, hundaþjálfara Miðstöðvarinnar, og viðtal við þær Lilju og Drífu. Þá birti mbl.is einnig ítarlega frétt um hundana.

Frétt Stöðvar 2 um afhendingu leiðsöguhundanna

Frétt mbl.is um afhendingu leiðsöguhundanna