Í tilefni af alþjóðlegum sjónverndardegi 8. október viljum við á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð minna á nauðsyn þess að fara reglulega til augnlæknis og í augnskoðun. Margir augnsjúkdómar, sérstaklega hjá eldra fólki, geta ágerst hratt og án einkenna og því er nauðsynlegt að fara í reglulegt eftirlit og skoðun.

Sendir hafa verið bæklingar um sjónvernd og augnsjúkdóma á allar heilsugæslustöðvar og starfsfólki þeirra bent á nauðsyn þess að minna sjúklinga sína á að hitta augnlækni reglulega.

Hér fyrir neðan má sjá bæklinga um sjónvernd og augnsjúkdóma. 

Hlúðu vel að sjóninni – Nokkur góð ráð um hvernig er best að hlúa að sjóninni 

Sjáðu til – Bæklingur um ýmislegt varðandi góða lýsingu

Allt mögulegt – Bæklingur um sjónmissi

Bæklingur um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð 

Gláka

Sykursýki og augnsjúkdómar

Ský á augasteini

Retinitis Pigmentosa