Laus staða sérkennsluráðgjafa á Miðstöð

Laust er til umsóknar 100% starf sérkennsluráðgjafa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Um er að ræða afleysingu frá 1. desember 2015 til 1. desember 2016.

Helstu verkefni:

•    Mat og ráðgjöf á félagsfærni, samskiptum, tilfinningafærni og námstækni.

•    Mat og kennsla á hjálpartæki.

•    Ráðgjöf, fræðsla, kynningar og upplýsingamiðlun fyrir kennara, starfsfólk, nemendur skóla, aðstandendur, þjónustuaðila og samfélag.

•    Þátttaka í rannsóknarvinnu og þróun nýjunga og umbótaverkefnum.

    
Hæfniskröfur:

•    Kennsluréttindi, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sambærileg menntun.

•    Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða.

•    Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.

•    Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2015. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið thorbjorg@midstod.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðstöfun starfsins liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Gunnarsdóttir í síma 545 5800.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík