Sérfræðingur í gerð námsbóka

Laust er til umsóknar 100% starf í gerð námsbóka hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Um er að ræða afleysingu frá 1. desember 2016 til 1. desember 2017.

Helstu verkefni:
•    Aðlaga námsefni og setja yfir á stækkað letur.
•    Uppsetning á skjölum, m.a. með tilliti til mynda.
•    Uppsetning og yfirferð á rafrænum skjölum.
•    Öflun efnis fyrir notendur.

Hæfniskröfur:

•    Hafa lokið háskólanámi sem nýtist í starfi.
•    Tölvufærni, góð í Word og grunnfærni í myndvinnslu.
•    Vera fljótur að tileinka sér nýja tækni.
•    Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
•    Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi.

    
Frekari upplýsingar um starfið:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.  Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 26. september og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. desember.
Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið benjamin@midstod.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðstöfun starfsins liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Benjamín Júlíusson í síma 545 5800.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Hamrahlið 17, 105 Reykjavík