Nýtt Evrópuverkefni I-Express

Miðstöðin hefur fengið úthlutað styrk fyrir nýju Evrópuverkefni sem kallast I-Express. Verkefnið er Erasmus+ samstarfsverkefni og mun hefjast í september 2016 en áætlaður verkefnatími er 17 mánuðir. Auk Íslands taka þátt í verkefninu stofnanir frá Hollandi, Spáni og Ungverjalandi. Verkefnið er leitt af Visio í Hollandi. Allir þátttakendur eru meðlimir í Enviter og MDVI Euronet sem eru samtök stofnana í Evrópu sem þjónusta blinda og sjónskerta.

Markmið verkefnisins er að safna og miðla þekkingu um þróun og nýjungar í notkun hjálpartækja fyrir MDVI notendur. Markhópurinn eru kennarar og fagfólk sem vinnur með MDVI notendum og einnig foreldrar barna sem eru MDVI.

Helstu áherslur verða að miðla á milli stofnana og Evrópulanda þeim námsskrám, kennsluaðferðum og upplýsingum um notkun hjálpartækja sem til eru fyrir MDVI notendur. Þá verður hollensk námskrá þýdd á ensku  og deilt meðal þátttakenda sem munu meta efnið með viðtölum og prófunum við fagfólk og MDVI notendur. Endanlegt markmið verkefnisins er að til verði evrópsk námskrá um notkun hjálpartækja fyrir MDVI notendur og innleiðing slíkrar námskrár.   

Hægt er að óska frekari upplýsinga um verkefnið á midstod@midstod.is