Nýtt Evrópuverkefni: Vapet-Vip
Miðstöðin hefur fengið úthlutað styrk fyrir nýju Evrópuverkefni sem kallast Vapet-Vip. Um er að ræða Erasmus+ verkefni á sviði starfsmenntunar og er yfirskrift verkefnisins: Rafræn kennsla fyrir fagfólk í endurhæfingu og þjálfun sjónskertra einstaklinga.
Verkefnið hófst í október 2016 og er 30 mánaða verkefni. Að verkefninu koma 8 stofnanir frá 7 löndum en auk Íslands eru aðilar frá Portúgal, Búlgaríu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni.
Markmið Vapet-Vip er að búa til tvö námskeið á netinu um þjálfun í umferli og áttun annars vegar og í félagsfærni hins vegar. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun fyrir sjónskerta eldri borgara. Við gerð efnis og uppsetningu á kennslu verður notast við ákveðið fyrirkomulag á netinu. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun fagfólks með svokölluðu „train the trainer“ fyrirkomulagi. Miðstöðin mun taka þátt í hönnun kennsluefnis og prófana á netinu auk þjálfunar og kynninga til fagfólks og notenda.
Hægt er að óska frekari upplýsinga um verkefnið með því að senda póst á midstod@midstod.is