Námskeið í Núvitund

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga stendur fyrir námskeiði í núvitund og góðvild í eigin garð fyrir notendur á aldrinum 30-60 ára. Námskeiðið hefst þann 1. febrúar og munu þátttakendur hittast í  fjögur skipti, á miðvikudögum frá kl. 16 – 18.

Um er að ræða námskeið í núvitund með góðvild í eigin garð (enskt heiti er: Mindful Self-Compassion, MSC) en rannsóknir sýna að núvitund með góðvild í eigin garð tengist andlegri vellíðan, dregur úr kvíða og þunglyndi, stuðlar að heilbrigðum lífsstíl og betri samböndum. Með því að tileinka sér þetta viðhorf má bæta hæfni til að mæta mótlæti, sýna umburðarlyndi og jafnaðargeð og auka skilning og umhyggju gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Áður en námskeiðið hefst verða þátttakendur beðnir um að svara stuttum spurningalista sem tengist efni námskeiðsins. Haft verður samband við þátttakendur til að skipuleggja stutt viðtal vegna spurningalistans sem mun fara fram áður en námskeiðið hefst.

Leiðbeinandi er Brynhildur Scheving Thorsteinsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði, en með henni verður Bryndís Sveinsdóttir, sálfræðingur á Miðstöð.

Námskeiðið fer fram á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð að Hamrahlíð 17, 5. hæð. Skráning fer fram hjá Miðstöðinni í síma 545-5800 og á netfanginu  midstod@midstod.is til og með 23. janúar.