Aðlögun að sjónmissi – jafningjafræðsla
Veturinn 2017-2018 mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin bjóða upp á þrjú námskeið sem nefnast „Aðlögun að sjónmissi“. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 8. nóvember og er fyrir notendur Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar (Miðstöðin) á aldrinum 40-67 ára. Námskeiðin fara fram í húsnæði Miðstöðvarinnar í Hamrahlíð 17.
Á námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að koma saman, hlusta á aðra og miðla eigin reynslu til annarra sem eru að aðlagast sjónmissi og fræðast um hvaða þjónusta er í boði fyrir blint og sjónskert fólk hér á landi. Hóparnir munu hittast á miðvikudögum kl. 13.30 – 16.00 í húsnæði Miðstöðvarinnar, alls fimm sinnum.
Halldór Sævar Guðbergsson, fagstjóri atvinnu- og virkni, og Steinunn Sævarsdóttir félagsráðgjafi halda utan um námskeiðið. Hámarksfjöldi þátttakenda er átta manns og er ekkert þátttökugjald. Skráning fer fram í afgreiðslu Miðstöðvarinnar og lýkur skráningu fyrir næsta námskeið föstudaginn 3. nóvember. Halldór og Steinunn veita nánari upplýsingar í síma 545 5800 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin halldor.gudbergsson@midstod.is og steinunn.saevarsdottir@midstod.is.