Hlusta
Auglýsing um fræðslu frá HTÍ og ÞÞM fyrir starfsfólk öldrunarstofnana


Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands bjóða starfsmönnum öldrunarstofnana til fræðslu.

Langar þig að vita

  • hvað gerist þegar einstaklingar missa sjón eða heyrn?
  • hver eru áhrif heyrnarskerðingar og sjónskerðingar á daglegt líf fólks?
  • hvernig er best að hátta daglegri umgengi og samskiptum við einstaklinga með sjón- eða heyrnarskerðingu?
  • hvernig er hægt að laga umhverfið að þörfum einstaklinga með sjónskerðingu, heyrnarskerðingu eða daufblindu?
  • hvaða gagn gera hjálpartæki?
  • hvernig er best að umgangast og hirða um hjálpartækin?

Þú getur fengið svör við þessum spurningum og rætt við sérfræðinga um ýmislegt er varðar heyrnar- og sjónskerðingu þann 15. nóvember n.k. að Hamrahlíð 17, Reykjavík kl. 13:00 – 16:00, þér að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í síma 545-5800, með tölvupósti www.midstod@midstod.is eða hjá Heyrnar- og talmeinastöð í síma 581-3855, með tölvupósti hti@hti.is .

Vinsamlega skráið þátttöku fyrir 10. nóvember