Félags- og jafnréttismálaráðherra í heimsókn á Miðstöðinni

Fimmtudaginn 21. júní síðastliðinn heimsótti Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Miðstöðina.

Heimsóknin var hluti af komu hans í Hamrahlíð 17 þar sem hann fór einnig til Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar. Heimsóknin var bæði skemmtileg og fróðleg fyrir alla aðila og vonumst við til að fá Ásmund Einar fljótt aftur í heimsókn á Miðstöðina.

Hér fyrir neðan eru myndir frá heimsókn Ásmundar Einars.

Ásmundur Einar og Vala Jóna skoða úrval af hvítum stöfum
Ásmundur Einar á kynningu hjá Miðstöðinni
Ásmundur Einar fær kynningu frá bókagerðinni
Ásmundur Einar fær kynningu frá bókagerðinni