Laust er til umsóknar 100% starf sérkennsluráðgjafa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu

Helstu verkefni Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.

Meðal helstu verkefna kennsluráðgjafa eru:

  • Mat og ráðgjöf á nýtingu sjónar í samstarfi við aðra fagaðila.
  • Mat og ráðgjöf um aðlögun námsefnis og kennsluaðstæðna. 
  • Mat og ráðgjöf í félagsfærni, samskiptum, tilfinningafærni og námstækni.
  • Mat og kennsla á hjálpartæki.
  • Ráðgjöf, fræðsla, kynningar og upplýsingamiðlun fyrir kennara, starfsfólk, nemendur skóla, aðstandendur, þjónustuaðila og samfélag. 
  • Þátttaka í rannsóknarvinnu og þróun nýjunga og umbótaverkefnum.

Hæfniskröfur: 

  • Háskólamenntun á sviði uppeldis og kennslufræða..
  • Kennsluréttindi á grunn- eða framhaldsskólastigi æskileg. 
  • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða eða margbreytilegra kennsluhátta.
  • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi.
  • Mjög góð íslensku kunnátta, bæði í ræðu og riti, góð ensku kunnátta og kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg.
  • skilegt er að hafa haldgóða þekkingu í tölvum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2018.

Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið MargretMaria.Sigurdardottir@midstod.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðstöfun starfsins liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir Margrét María Sigurðardóttir í síma 545 5800. 

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík