Námskeið um leiðsöguhunda verður haldið hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, Hamrahlíð 17, Reykjavík dagana 30. október- 2. nóvember frá kl. 10:00-15:00.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að sækja um leiðsöguhund í nánustu framtíð. Námskeiðið er forsenda þess að eiga inni virka umsókn um leiðsöguhund. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt þar sem þátttakendum er boðið upp á að vinna með leiðsöguhundi undir handleiðslu fagfólks.

Leiðbeinendur eru Drífa Gestsdóttir, Ingimundur Magnússon, Halldór Sævar Guðbergsson og Vala Jóna Garðarsdóttir.

Nánari upplýsingar veita Halldór Sævar Guðbergsson fagstjóri, halldor.gudbergsson@midstod.is og Vala Jóna Garðarsdóttir fagstjóri, vala.gardarsdottir@midstod.is

Skráning fer fram fyrir 26. október hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð í síma 5455800.