Velferðarráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands boða til ráðstefnu og málstofa dagana 7. – 8. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica
Velferðarþjónustan á Íslandi stendur nú á tímamótum, með stærri og umfangsmeiri áskorunum en nokkru sinni fyrr. Fjöldi þeirra sem þurfa aðstoð og þjónustu vex hröðum skrefum og kröfur um gæði og einstaklingsmiðaða þjónustu aukast . Á ráðstefnunni verður reynt að varpa ljósi á þá vegferð sem fram undan er og hvað þarf til þess að hún verði farsæl.
Á ráðstefnunni miðvikudaginn 7. nóv eru almennar kynningar þar sem fulltrúar allra hagsmunaaðila, notenda, aðstoðarfólks, fulltrúar þjónustukerfanna og pólitískir fulltrúar munu leitast við að svara lykilspurningum um málefnið og finna samhljóm í þeim tækifærum sem framundan eru.
Sérstakar málstofur verða á fimmtudeginum 8. nóv þar sem kafað verður dýpra ofan í skilgreind málefni, svo sem lög um þjónustu við fatlað fólk með langvinnar stuðningsþarfir, umfjöllun og samtal við notendur og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og nýsköpun í velferðarþjónustunni með sérstaka áherslu á norræna nýsköpun.
Nánari upplýsingar og dagskrá verða birt innan tíðar