Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu var sett á laggirnar í janúar 2009 og fagnar því 10 ára afmæli á næsta ári. Allt frá stofnun Miðstöðvarinnar hafa verið uppi hugmyndir að breyta nafni hennar enda er núverandi nafn mjög langt og óþjált auk þess sem það getur verið til vandræða alls staðar þar sem fullt nafn hennar þarf að koma fram, til dæmis á bréfsefni, nafnspjöldum og annars staðar.
Vegna þessa hefur verið rætt við Velferðarráðuneytið um að breyta nafni miðstöðvarinnar. Nokkrum hugmyndum hefur verið velt upp en fróðlegt væri að heyra hugmyndir frá velunnurum miðstöðvarinnar um nýtt nafn. Hægt er að senda hugmyndir að nýju nafni á oddbergur.eiriksson@midstod.is. Hægt er að senda inn tillögur til og með 30. nóvember.