Miðstöð er þátttakandi í Evrópuverkefni er nefnist Vapet-Vip en verkefnið miðar að því að búa til rafrænt kennsluefni fyrir fagfólk í endurhæfingu og þjálfun sjónskertra. Í verkefninu er lögð áhersla á menntun starfsfólks og hvernig hægt er að yfirfæra þekkingu til starfsmanna annarra stofnana sem vinna daglega með blindum og sjónskertum einstaklingum. Útbúnar hafa verið fjórar handbækur sem gagnast öllum þeim sem vinna með blindum og sjónskertum, og einnig þeim sem vilja kynna sér málið nánar.

Vapet-Vip – Handbækur og nánari upplýsingar