Dagana 4.-5. apríl fór fundur NOVIR (Nordic Visual Impairment Network) fram hér á Íslandi. Til fundarins mættu fulltrúar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi auk gestgjafanna frá Íslandi. Þema fundarins var „Þátttaka ungs fólks“ (e. Participation and activities of young people).
Á fundinum kynntu fulltrúar hvers lands það sem hæst ber hjá hverju landi. Eyþór Kamban Þrastarson flutti fyrirlestur, „Opportunities and expectations, how schools set the standards for years to come” og Elín Marta Ásgeirsdóttir fjallaði um möguleika blindra og sjónskertra á námi og atvinnumarkaði (e. „What do you want to be when you grow up? “ – Can blind and visually impaired individuals have equal access to education, work and other types of engagement?)
Að fyrirlestrum loknum fóru fram umræður. Þá var ákveðið að næsti fundur fari fram í Stokkhólmi árið 2020.
Nánari upplýsingar um fundinn verða birtar á vef NOVIR, www.novir.net þegar þær verða tiltækar og verður tilkynnt hér þegar það gerist.