Afrakstri af sölu Rauðu fjaðrarinnar þetta árið verður varið til kaupa á „Augnbotnamyndavél OCT” (optical coherence tomography). 
Þetta er tæki til myndgreiningar á augnbotnum, sjónhimnu og sjóntaugum. Það mun nýtast við greiningar og eftirlit á augnsjúkdómum sem og við fræðslu fyrir notendur. Myndrannsóknin tekur bæði til yfirborðs ásamt því að sýna dýpri lög, eins konar sneiðmyndataka af sjónhimnu og sjóntaug og veitir því mun ítarlegri upplýsingar en hefðbundin augnbotnamyndataka.   OCT þykir í dag og er til framtíðar nauðsynlegt tæki við eftirlit á t.d. hrörnun í augnbotnum, sem er algengasti augnsjúkdómur meðal eldra fólks. Tækið nýtist einnig fyrir aðra hrörnunarsjúkdóma í augum.  Hvert tæki kostar um 10.000.000 kr.  Breytingar á augnbotnum er einn fylgifiska sykursýki en tengsl eru milli sykursýki og blindu. 

Hægt er að styrkja söfnun Rauðu fjaðrarinnar beint í gegnum vef Lionshreyfingarinnar.