Laust er til umsóknar 100% starf sjónfræðings hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Helstu verkefni:

  • Mæla sjónlag og sjóngetu
  • Mat á þörf á sjónhjálpartækjum
  • Fræðsla og upplýsingar um sjón og sjónskerðingu
  • Úthlutun sjónhjálpartækja, kennsla í notkun og meðhöndlun þeirra.

Hæfniskröfur

  • Hafa lokið háskólanámi í sjónfræði eða sambærilegt nám
  • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
  • Eiga auðvelt með að vinna í teymi

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Miðstöðin hvetur jafnt karla sem konur til að sækja um þessa stöðu. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2019 og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.

Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið estella.bjornsson@midstod.is

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð er öflug stofnun með framsæknu starfsfólki.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðstöfun starfsins liggur fyrir. Miðstöðin áskilur sér rétt að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Estella D. Björnsson í síma 545 5800.