Nýlega var haldin fræðsla fyrir ráðgjafa félagsþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu sem koma að mati á þjónustuþörf sjónskertra og blindra einstaklinga.

Fjallað var um sjónskerðingu, afleiðingar hennar, ýmis úrræði og hjálpartæki. Þátttakendur voru alls 15 talsins  umsjón með fræðslunni höfðu Steinunn félagsráðgjafi og Vala Jóna fagstjóri.