Dagana 10.-14. febrúar síðastliðinn var haldið námskeið um leiðsöguhunda á vegum Miðstöðvarinnar. Leiðbeinandi var Björk Arnardóttir leiðsöguhundaþjálfari.
Námskeiðinu var skipt í tvennt. Fyrra námskeiðið var haldið dagana 10.-12. febrúar og var ætlað þeim sem vildu kynna sér starf leiðsöguhunda og sækja undirbúningsnámskeið í tenglum við umsókn um leiðsöguhund. Á því námskeiði var m.a. fjallað um hlutverk og notkun leiðsöguhunda, umhirðu, þjálfun og fleira.

Seinna námskeiðið var ætlað virkum notendum með leiðsöguhunda og var haldið 13.-14. febrúar. Þar var meðal annars farið í æfingar sem miða að því að styrkja enn frekar böndin milli notenda og hunds.  Afar góð þátttaka var á námskeiðinu sem heppnaðist vel í alla staði.

Sérstakir gestir á námskeiðinu voru Drífa Gestsdóttir, leiðsöguhundaþjálfari og ráðgjafi hjá Synskadades Riksförbund í Svíþjóð, og Carina Jönsson, leiðsöguhundaþjálfari, ræktandi og eigandi Kustmarkens Hundtjänst AB, sem aðstoðuðu hunda og eigendur þeirra á námskeiðinnu ásamt því að kynna sig og sína vinnu í Svíþjóð

Við hvetjum alla sem vilja kynna sér starf leiðsöguhunda á Íslandi eða telja sig hafa gagn að notkun leiðsöguhunda í sínu umferli að hafa samband við Björk Arnardóttur leiðsöguhundaþjálfara á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í síma 545-5800 eða með því að senda tölvupóst á netfangið bjork@midstod.is.