Í nóvember á síðasta ári var haldin ráðstefna um hvernig upplýsingatækni getur hjálpað fólki með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu. Ráðstefnan fór fram í Eikholt í Noregi en þangað fóru þrír starfsmenn Miðstöðvarinnar; Estella, Steinunn og Vala Jóna.
Eikholt er þjónustumiðstöð fyrir fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Starfsmenn Miðstöðvarinnar fengu góða kynningu á starfsemi Eikholts sem sinnir fræðslu og námskeiðum fyrir notendur og fagfólk.
Á staðnum er góð aðstaða til sjón- og heyrnarmælinga.
Á ráðstefnunni voru margir góðir fyrirlestrar um tæknibúnað og nýjungar frá bæði notandum og fagfólki.
Ef smellt er á hlekkinn hér að neðan er hægt að fá frekari upplýsingar um fyrirlesarana og hægt að hlusta á þá fyrirlestra sem fram fóru: https://www.eikholt.no/fagkonferanse-digital-fremtid/