Miðstöðin hefur byrjað að taka á móti notendum, en það verða þó fáir á dag og er notendum raðað eftir metinni þörf þeirra á þjónustu. Haft verður samband við þá notendur sem áttu tíma svo og þá sem hafa bæst við og þeim gefnir nýir tímar.  Gildir þetta nú frá byrjun maí 2020.

Afgreiðsla okkar er opin milli 10-15 á virkum dögum, en fyrst um sinn er það einungis fyrir þá sem eiga pantaðan tíma eða hafa bilað eða brotið hjálpartæki og/eða gleraugu.

Starfsfólki Miðstöðvarinnar er sem stendur og a.m.k. næstu tvær vikurnar, skipt upp í tvo hópa sem annast starfsemina hvor sína vikuna. Sá hópur sem ekki er til staðar þá vikuna vinnur heima.

Ef þið viljið ná í starfsmann Miðstöðvarinnar, hringið eða sendið tölvupóst.

Vinsamlegast komið ekki ef þið finnið fyrir lasleika eða ef veikindi hafa verið í kringum ykkur. Virðum 2 m regluna og notum handþvott og handspritt.