Þjónustu- og þekkingarmiðstöð heldur námskeið fyrir mjög sjónskerta/blinda foreldra og maka þeirra. Námskeiðið er ætlað þeim sem nýverið hafa eignast barn eða eiga von á barni. Markmið með námskeiðinu er að auka sjálfstæði og öryggi í samskiptum við barnið auk þess að kynna þjónustu sem er í boði fyrir foreldra, bæði innan sem utan Miðstöðvarinnar. Námskeiðið er í þremur hlutum:

1. mars kl. 13:30 – 15:00
Kynning á námskeiði og þátttakendum. Farið verður yfir þjónustu Miðstöðvarinnar og þau úrræði sem eru í boði.
Leiðbeinendur: Rannveig Traustadóttir sérkennsluráðgjafi, Steinunn Þórdís Sævarsdóttir félagsráðgjafi og Vala Jóna Garðarsdóttir, adl- og umferliskennari.
Staðsetning: Hamrahlíð 17, fundarherbergi 2. hæð.

8. mars kl. 13:30 – 15:30
Trú á eigin getu.
Leiðbeinandi: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur.
Staðsetning: Hamrahlíð 17, fundarherbergi 2. hæð.

15. mars kl. 13:30 – 15:30
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA), réttindamál og önnur þjónusta.
Leiðbeinandi: Vigdís Thorarensen, fræðslustýra og ráðgjafi.
Staðsetning: Hamrahlíð 17, fundarherbergi 2. hæð

Í framhaldi af þessum þremur skiptum er verið að skoða námskeið í skyndihjálp, nánari upplýsingar um það síðar. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð í síma 545 5800 eða á netfangið midstod@midstod.is

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við Völu, Rannveigu eða Steinunni hjá Miðstöðinni. Hugað verður að almennum sóttvörnum, á staðnum verða hanskar, spritt og andlitsgrímur.