Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er þátttakandi í Evrópuverkefninu Print3d.
Verkefnið fékk Erasmus+ styrk frá Evrópusambandinu og lýkur í september 2019.

Í verkefninu felst meðal annars að:

  • innleiða þrívíddarprentun í kennslu með það að markmiði að hanna og prenta nytsamlega hluti fyrir blinda og sjónskerta, til dæmis kort af skólum, sjúkrahúsum, neðanjarðarlestarkerfum og fleira
  • útbúa kennsluefni og verkefni í þrívíddarprentun fyrir kennara sem þeir geta nýtt í kennslu sinni með því að nota þátttökunám (e. service-learning)
  • aðstoða blinda og sjónskerta við að tileinka sér þrívíddarprentun, þar með talið hönnun, prentun og mat á afurð
  • framleiða hluti sem nýtast blindum og sjónskertum og gefa þá þangað sem þeir nýtast

Þátttökunám er hugmyndafræði sem byggir t.d. á þátttöku í verkefni sem unnið er við raunverulegar aðstæður, felur í sér þjónustu við einstaklinga, hópa eða samfélagið almennt og þátttakandinn vinnur samkvæmt námsskrá og fær einingar fyrir.

Þátttakendurnir í Print3d-verkefninu eru: 

  • Mennta- og menningarmálastofnun Valencia-héraðs á Spáni sem leiðir verkefnið
  • Tækniframleiðandinn BQ frá Spáni sem framleiðir m.a. þrívíddarprentara og farsíma
  • CERB (Centre of Education and Rehabilition for the Blind) frá Grikklandi sem er þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta
  • Look at me sem er einkafyrirtæki frá Lettlandi sem þjónustar blinda og sjónskerta
  • fimm grunnskólar frá Spáni og Grikklandi

Hlutverk Miðstöðvarinnar í þessu verkefni er að búa til kennslubók og leiðbeiningahefti um þrívíddarprentun bæði fyrir kennara og nemendur.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á Twitter og Facebook og á vef verkefnisins.