Í ljósi þeirra aðgerða sem heilbrigðisyfirvöld telja nauðsynleg að grípa til vegna COVID-19 veirunnar gildir eftirfarandi um starfsemi Miðstöðvarinnar: 

  • Það er hægt að ná sambandi við Miðstöðina í gegnum síma (545-5800) tölvupóst (midstod@midstod.is) og á fésbókarsíðu stofnunarinnar
  • Sími Miðstöðvarinnar er 545 5800 og er opinn á milli kl. 9:00-15:00
  • Hægt er bóka símafundi með sérfræðingum
  • Tímabókanir hafa verið felldar niður en öllum verður gefinn nýr tími um leið og tækifæri gefst
  • Það verður ekki tekið við nýjum tímabókunum fyrr en starfsemin færist í eðlilegt horf
  • Hringt verður í alla nýja notendur og skoðað hvort hægt sé að senda einhver hjálpartæki til að brúa bilið þangað til boðinn verður tími
  • Á borði fyrir framan biðstofu eru umslög sem hægt er að setja biluð hjálpartæki til viðgerðar. Fylla þarf út upplýsingar um eiganda (nafn, kennitala og símanúmer) ásamt lýsingu á bilun. Haft verður samband um leið og búið er að gera við tækið

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum á meðan þetta ástand varir

Með kveðju, starfsfólk Miðstöðvarinnar