Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (Miðstöðin) hefur gert eftirfarandi ráðstafanir til að koma á móts við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna varðandi útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Allar beinar heimsóknir til notenda og frá notendum til Miðstöðvarinnar hafa verið bannaðar.  

Gildir þetta þar til annað verður ákveðið, en stöðugt verður metin þörf á frekari ráðstöfunum og eða þær felldar niður. Tilkynningum um slíkt verður komið á framfæri eftir því sem ákvarðanir eru teknar. 

Afgreiðsla Miðstöðvarinnar er opin og hægt er að hafa samband við starfsmenn í gegnum síma eða með tölvu (tölvupóstur eða önnur form tölvusamskipta sem aðilar búa yfir.) Notendur geta haft samband við afgreiðsluna og eftir eðli erindisins munu ráðgjafar hafa samband og aðstoða notendur eftir bestu getu innan þeirra reglna sem settar eru af yfirvöldum.

Við þurfum öll að vera lausnarmiðuð og vinna saman á þessum tímum og innan tíðar gengur þessi veira yfir og við komumst aftur í okkar eðlilega umhverfi.