Fimmtudaginn 18. mars milli 13-15 býður Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu notendum sínum upp á netnámskeiðið „Út á vinnumarkaðinn” Námskeiðið er ætlað blindu og sjónskertu fólki á atvinnualdri sem er í leit að starfi. Námskeiðið fer fram á netinu í gegnum Microsoft Teams. Þátttakendur fá sent fundarboð á rafrænan fund og þurfa því að vera við tölvu með nettengingu.

Námskeiðið er unnið út frá handbók Evrópsku Blindrasamtakanna (Manual for inexperienced job seekers with a visual impairment). Á námskeiðinu verður farið yfir hagnýtar upplýsingar sem gott er að hafa í huga þegar sótt er um starf. Farið verður yfir gerð ferilskrár og kynningarbréfa auk þess sem skoðað verður hvernig gott sé að undirbúa sig undir atvinnuviðtal. Námskeiðið er í formi fyrirlesturs en í lokin gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í umræðu og spyrja spurninga. 

Skráning á námskeiðið fer fram hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í síma 545 5800 eða í gegnum netfangið midstod@midstod.is
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Elín Marta náms- og starfsráðgjafi hjá Miðstöðinni.